Meindýraeyðir

Þjónusta

Þjónustuleiðir, aðferðir
og búnaður

Þjónustuleiðir

 

Fyrirtækja eftirlit

Meindýraeyðir Íslands býður upp á alhliða þjónustu í meindýravörnum og eyðingu fyrir fyrirtæki, stofnarnir og húsfélög.
Þar má helst nefna forvarnir gegn meindýrum, úttektir, vottanir og samstarfssamninga.
Þessi vinna tekur mið af alþjóðastöðlum á borð við GÁMES (HACCP) og BRC Global Standards.
Við höfum víðtæka reynslu byggða á áratuga vinnu með fyrirtækjum og einstaklingum á sviði meindýraeftirlits og varna


efnin

Meindýraeyðir Íslands notar einungis hágæða efni og efnavörur sem leyfðar eru og viðurkenndar frá umhverfisstofnun Íslands og heilbrigðiseftirlitum.
Við notumst við efni sem viðurkennd eru til notkunar þar sem matur er framleiddur, t.d. í eldhúsum, veitingastöðum, skólum, stofnunum og öllum þeim stöðum sem fólk dvelur eða hefur íveru í.eINSTAKLINGSÞJÓNUSTA

Meindýraeyðir Íslands tekur að sér alhliða eyðingu meindýra og varnir gegn þeim.
Einnig hjálpum við þér að greina vandann, oft á tíðum er eitt símtal nóg til að leysa málin (897-5255) og frekari aðkoma okkar óþörf. Við bjóðum þessa þjónustu þér að kostnaðarlausu


greining á myglusvepp

Greining myglusvepps getur verið vandasöm þar sem sveppurinn er oft á tíðum bundin við ákveðin svæði innan bygginga, auk þess eru sveppapróf mis áræðanleg lausn. Því höfum við fjárfest í tækjum til að greina aðstæður þar sem myglusveppur getur þrifist. Þessi tól samastanda af hitamyndavélum og rakatækjum.
Einnig erum við í samstarfi við pípulagninga-, húsasmíða-, múrara- og málingameistara, sem við getum kallað til ef þörf er á.
Einnig könnum við leka eða hugsanlegan myglusvepp áður en skrifað er undir kaup- eða leigusamning og veitum vottun þess efnis.vottanir

Meindýraeyðir Íslands hefur öll tilskilin réttindi til meindýraeftirlits fyrirtækja.
Við fylgjum GÁMES (HACCP) og BRC Global Standards stöðlunum við vottanir og eftirlit fyrirtækja. Miðast er við þessa staðla því þeir uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja á sviði meindýraeftirlits á Íslandi.
Einnig könnum við leka, raka eða hugsanlegan myglusvepp áður en skrifað er undir kaup- eða leigusamning og veitum vottun þess efnis.


Hitamyndavél og rakamælar

Rakamælar og hitamyndavélar þjóna ekki aðeins mikilvægum tilgangi í leit að meindýrum, heldur nýtast tækin einnig til greininga á lekavandamálum.
Einnig koma þessi tæki að góðum notum þegar þarf að staðsetja rör eða aðrar lagnir innan veggja eða gólfa


flutningar

Það er alltaf spennandi að flytja á nýjan stað með nýjum möguleikum. En stundum getur sú spenna horfið eins og dögg fyrir sólu, við það eitt, að mæta einhverju meindýri á miðju gólfi.
Til að tryggja að enginn meindýr bjóði þig velkomin í þínu nýja húsnæði, bjóðumst við til að mæta á staðin 1-2 dögum fyrir flutning og gerum viðeigandi ráðstafanir svo engin meindýr geti þrifist í húsnæðinu.