Chat with us, powered by LiveChat
Meindýraeyðir

Fróðleikur og upplýsingar

Fróðleikur og upplýsingar

Feldgærur, Hamgærur og aðrar gærur

Gærur berast aðallega á milli húsa með fólki og varningi. Henni líður best undir parketlistum, fataskápum sem innihalda helst fatnað eða muni sem eitt sinn átti líf sitt í dýraríkinu.

Á lirfustiginu eru þær oft undir parketlistum vegna þess að þangað safnast ýmislegt, td er hún að éta hár af okkur og skinnflyksur, en flest missum að meðaltali 50 hár á sólarhring og losum okkur einnig við ysta lag húðarinnar á sama tíma. Þær elska líka að hreiðra um sig upp í sjónvarpssófa vegna þess sem þangað fellur.

Feldgæra finnst sjaldnar inni í eldhúsi heldur en "systur" hennar Hamgæra og Búrgæra. En Hamgærunni sérstaklega finnst betra að vera þar heldur en Feldgærunni.

Þegar Gærur komast af lirfustiginu yfir á bjöllustigið, þá eru þær fleygar. Það hjálpar þeim að dreifa sér og hafa semsagt meiri möguleika á því að finna hentuga varpstaði. Þegar þær hafa borist inn í fjölbýli, þá tekur það oft ekki mörg ár fyrir hana að koma sér fyrir í öllum íbúðum stigagangsins.

Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands, þá er græðgi lirfanna það mikill, að þær eru stundum notaðar á náttúrugripasöfnum til að hreinsa bein.

Feldgærubjalla

Feldgærubjalla

Feldgærulirfa

Feldgærulirfa

Steinar Smari